Nemendur finna uppskrift af mat sem þá langar að elda. Þeir skrifa þá niður innihaldið sem þarf í réttinn og skrifa neðst hvað þau áætla að hann kosti. Síðan fara þau inn á netto.is og skrifa niður hvað hvert hráefni kostar, þegar búið er að finna verð fyrir alla hlutina reikna þau saman hvað maturinn kostar samtals.
Gaman er fyrir þau að finna út hvað máltíð kostar, var verðið það sem þau bjuggust við?
Nemendur draga miða þar sem peningaupphæð kemur fram, þeir finna til upphæðina úr peningakassa.
Æfa nemendur í að vinna með peninga í höndunum.
Einig er hægt að bæta við tening, kasta honum og skipta svo peningnum sem nemendur voru búnir að finna til í þá hluta sem koma upp á teningnum.
Nemendur fá í hendurnar Ipad og fara þar inn á síðu þar sem hægt er að finna uppskriftir. Sjálf notaðist ég við gottimatinn.is. Þegar nemendur hafa valið sér uppskrift og skrifað þeir hráefnin í uppskriftinni niður. Næst fara nemendur inn á matvöruverslun eins og kronan.is eða netto.is og finna þar hvað öll hráefnin kosta.
Í lokin taka nemendur saman hvað allt kostar og sjá hversu dýr máltíðin er. Hægt er að setja markmið fyrir nemendur að finna ódýra eða dýra uppskrift, bera síðan saman við samnemendur.
Monopoly