Skapandi stærðfræði
GAGNABANKI
GAGNABANKI
Sproti er kennslubók í stærðfræði á yngsta stigi grunnskóla, gefin út af Námsgagnastofnun. Rafrænar útgáfur af bókunum má finna inni á vef Menntamálastofnunar eða með því að smella á bækurnar hér að neðan.
Þessi síða var unnin af Vigdísi Þóru Baldursdóttur sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu í grunnskólakennslu á yngsta stigi. Samhliða síðunni var skrifuð greinagerð um sköpun í stærðfræði. Greinagerðina má finna hér.
Markmiðið með þessari síðu var að hafa greiðan aðgang að efni á einum stað, samhliða Sprota bókunum. Lokaverkefnið fól einungis í sér að gera gagnabanka fyrir Sprota 4a og 4b en með tímanum vonast höfundur til að geta einnig sett inn efni tengt Sprota 1 til 3. Verkefnin eru öll unnin af Vigdísi Þóru Baldursdóttur, höfundi síðunnar. Þær myndir sem koma fram á síðunni eru úr Sprota 4a og 4b.
Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða liggið á skemmtilegum verkefnum má endilega hafa samband við mig á vigdisb@hvg.is