Hvað er meira spennandi en að fá að taka tímann á bekkjarfélaga sínum? Hægt er að leggja fyrir nemendur allskonar þrautir og leyfa þeim að taka tímann á hvort öðru. Einnig er hægt að bæta inn í verkefnið með því að giska hversu lengi nemendur halda að þeir séu að leysa verkefnið og reikna síðan út mismuninn.
Dæmi um þrautir:
Hlaupa hringinn í kringum skólann.
Leysa X mörg dæmi.
Skrifa langa setningu.
Ná orði í hengimann.
Hver er maðurinn?
... og margt fleira.
Smáforrit í Playstore og Appstore - Georg og klukkan