Það er skemmtilegt að ímynda sér að stofan sé að fara í yfirhalningu, fá nýtt parket/dúk, gólflista og málningu. Nemendur hjálpast að við að mæla stofuna og skrifa málin upp á töflu og finna síðan út ummál og flatarmál. Hægt er að vinna saman að því að finna út hver kostnaðurinn væri við að kaupa allt saman fyrir stofuna, leyfa nemendum að vera í hópum og finna parket og málningu og reikna kostnaðinn.
Einnig er gaman að vinna með málin af stofunni í fleiri verkefnum eins og að minnka stofuna svo hún passi á A4 blað. Þetta verkefni þarf kennari að gera með nemendum til að þeir átti sig á tilgangi verkefnisins. Þegar búið er að minnka stofuna eru borðin, kennaraborðið og allir þeir hlutir sem eru inni í stofunni færðir inn í litlu stofuna okkar. Hægt er að klippa út þá hluti sem eru í stofunni og leyfa svo nemendum að leika sér að raða upp í stofunni.