Það er mjög skemmtilegt að nota lítil leikfanga dýr og lampa til að gera allskonar skugga og mynstur í gegnum blaðið. Hægt er að teikna útlínurnar og leyfa nemendum að lita myndirnar. Þegar hlutirnir eru nær ljósinu eru þeir stórir og fær ljósi þá eru þeir minni, þetta vekur mikla forvitni hjá nemendum sem gerir verkefnið skemmtilegt.
Hægt er að leyfa nemendum að búa til leikrit þar sem skuggaleikhús eru alltaf skemmtileg. Hægt er að búa til allskonar munstur með höndunum sem lítur út eins og dýr.
Nemendum finnst alltaf gaman að leika sér með spegil. Leyfa nemendum að fá lítinn spegil og fara um stofuna til að finna 4 samhverfa hluti.
Nemendur geta síðan prófað að teikna á blað allskonar form og séð á hversu marga vegu sé hægt að spegla formið.
Smáforrit í Appstore og playstore - Symmetry 2