Nemendur vinna með teninga, kasta teningnum/teningunum og skrifa tölurnar sem koma upp í auðu kassana. Nemendur kasta því teningnum þrisvar eða nota þrjá teninga til að fylla inn í þá þrjá reiti sem eru auðir (hægt að sjá bláu reitina í fyrsta dæminu).
Það sem þarf er:
spilastokkur, reikningsbók og blýantur.
Nemendur draga spil og setja upp í dæmi. Hægt er að byrja á einu spili og fjölga þeim svo eftir því hvaða erfiðleikastig hentar hverjum og einum. Einnig er þetta góð leið fyrir nemendur til að æfa sig í að setja upp dæmi.
Einnig hægt að gera frádrátt.