Hægt er að velja veðurfræðinga vikunnar eða dagsins. Þeir nemendur sem verða fyrir valinu kíkja á hitamæli til að vita hversu heitt sé úti. Þegar veðurfræðingarnir hafa komist að niðurstöðu með hitastigið fylla þeir inn í línurit núverandi mánaðar. Byrjað er á að setja punkta og tengja síðan línur á milli punktanna til að sjá hvað þeir hækka og lækka mikið.
Gaman er að prenta út og líma á stærra blað sem nemendur myndskreyta sjálfir.
Hægt að safna saman mánuðum skólaársins og bera saman hitastig mánaðanna.
Að fylgjast með veðrinu er mikið áhugamál hjá mörgum. Gaman væri fyrir nemendur að gera könnun á því hvernig veðrið er úti í einn mánuð.
Nemendur hjálpast að við að ákveða hvernig verður sé úti og fylla inn í súluritið. Þegar nemendur fylla inn í súluritið skrifa þeir mánaðardaginn inn í kassann til að hægt sé að fylgjast með hvaða daga er búið að merkja við og sjá hvernig mánuðurinn skiptist niður
Hægt er að safna saman mánuðum skólaársins og bera saman verðurfar mánaðanna.
Kennari sýnir bekknum hvað súlurit sé, hægt er að gera athugun í bekknum til að sýna upp á töflu. Hægt er að kanna hvað séu margir örvhentir og setja það í súlurit á töflunni. Nemendur velja síðan einhverja spurningu sem þeim finnst áhugaverð til að spyrja bekkjarfélaga sína. Þegar hann hefur skráð öll svörin niður býr hann til súlurit úr niðurstöðunum sínum. Gaman er að skrifa spurninguna fyrir ofan súluritið og hengja upp í stofunni til að hafa niðurstöðurnar sýnilegar, einnig er hægt að fá nemendur til að kynna niðurstöður sínar.
Hugmyndir af hlutum sem hægt er að spyrja um:
Uppáhalds litur
Skóstærð
Hversu margir stafir í nafninu
Uppáhalds matur
Hæð
Fjöldi fjölskyldumeðlima
Tómstundir
Uppáhalds ávöxtur
Einnig er skemmtilegt að gera kannanir úti í náttúrunni t.d. skoða lit á bílum, húsum o.fl.