Settu bréfaklemmuna á skífuna og notaðu oddinn á blýantinum til að halda henni fastri á meðan þú snýrð. Talan sem bréfaklemman lendir á setur þú síðan inn í dæmin hér að neðan.
Gangi þér vel!
Byrjað er á því að kasta tveimur teningum. Ef t.d. Það kemur upp á teningunum 2 og 5 þá eru þær tölur settar upp í margföldun: 2x5=10. Þar sem svarið er 10 þá leita ég af tölunni 10 hér að neðan og lita eina hlið með mínum lit. Andstæðingurinn gerir svo hið sama. Þegar síðasta hliðin er sett á ferninginn þá má sá sem er að gera lita ferninginn allan í sínum lit. Markmiðið er að fá 4 heila kassa í röð með sínum lit.
Það sem þarf fyrir spilið
2 teninga, 2-4 liti (fer eftir fjölda leikmanna) og rúðustrikað blað.
Leikreglur:
Leikmaður kastar teningnum og fær þar upp tölur sem hann býr til margföldunardæmi úr, t.d. 5x6, þá teiknar leikmaðurinn kassa í sínu horni sem inniheldur hliðarnar 5x6. Þarna er leikmaðurinn kominn með einn kassa og þá gerir næsti, allir leikmenn byrja í sínu horni á blaðinu. Þegar leikmaður á að gera næst kastar hann aftur og teiknar síðan kassa, hann þarf samt sem áður að passa að tengja nýja kassann sinn við þann gamla. Leikmenn eiga að reyna að þekja eins mikið svæði og þeir geta, þegar leikmenn geta ekki lengur sett niður kassana sína þá vinnur sá sem er einn eftir.